VW þróar smáforrit til að vernda börn fyrir bílaumferð

161
Smáforritið mun m.a. geta nýtt sér sjónlínuskjá VW til að vara ökumenn við.

Volkswagen hefur skrifað undir stefnumótandi samstarf við smáforritafyrirtækið Coodriver GmbH. Samstarfið miðar að hönnun og þróun smáforrits í bíla Volkswagen sem mun aðstoða ökumenn við að vita tímanlega af börnum nærri götum svo forðast megi slys.

Smáforritið sem VW og Coodriver vinna að hefur fengið heitið „Schutzranzen“. Það virkar þannig að börn þurfa að hafa smáforritið uppsett á síma sínum og kveikt á GPS. Eigi börn ekki síma má fá GPS sendi með smáforritnu sem hægt er að hafa í vasa og þjónar sama tilgangi. Schutzranzen miðlar dulkóðuðum upplýsingum um staðsetningu barna í ský Coodriver sem sendir upplýsingar um nálæg börn í nærstadda bíla Volkswagen. Smáforritið reiknar út fjarlægð milli bíls og barna og lætur ökumann vita sjónrænt og/eða hljóðrænt í tæka tíð ef í voða stefnir.

Volkswagen áætlar að smáforritið verði í innbyggt í alla nýja bíla sína áður en langt um líður.

DEILA Á