VW Golf GTI Clubsport S er nýr FWD meistari Nürburgring

243

Með tímann 7:49.21 er Volkswagen Golf GTI Clubsport S nýr framdrifs meistari Nürburgring en tíminn er 1,4 sekúndum hraðari en fyrri meistari, Civic Type-R, setti í maí 2014.

Clubsport S er brautarmiðuð útgáfa af Golf GTI. 2.0L vélin er 306 hestöfl og togar 380 Nm og skilar bílnum í 100 km hraða á 5,8 sekúndum. Hámarkshraði 1.258 kg bílsins er 265 km/klst. Alls verður bíllinn framleiddur í 400 eintökum og þar af fara 100 á Þýskalandsmarkað.

Bíllinn fæst aðeins með 6 gíra beinskiptingu til að halda honum léttum. Í sama tilgangi er afturbekkurinn farinn og í stað hans er komin turnstífa. Sömuleiðis er sáralítið af hljóðeinangrandi efnum í bílnum. Alls léttir þetta bílinn um 30 kg.

Í bílnum eru fjórar akstursstillingar: Comfort, Normal, Race og Nürburgring. Hann kemur á Michelin Pilot Sport Cup 2s dekkjum á 19″ Pretoria álfelgum og pústkerfið er 65 mm í þvermál, 10 mm sverara en í venjulegum GTI Clubman. 17″ bremsukerfið er endurbætt til að höndla hita sem óhjákvæmilega fylgir brautarakstri betur.

Báðir öxlar hafa verið endurstilltir til að auka grip. Á framöxli er hjólhalli ögn neikvæður til að eyða undirstýringu sem best. Rafræn driflæsing VW er í bílnum og hægt er að slökkva alveg á stöðugleikabúnaði bílsins sem þó hefur verið endurkvarðaður sérstaklega fyrir Clubman S.

Í innréttingu bílsins er platti sem sýnir númer hvað hvert eintak er og gírhnúi er hin einkennandi golfkúla. Sæti og stýri eru alcantara klædd með rauðum saumum og í mælaborði eru piano svört innlegg.

Golf GTI Clubman S fæst í þremur litum, Pure White, Tornado Red og Deep Black Pearl. Verð hefur enn ekki verið tilkynnt en hann verður klárlega umtalsvert dýrari en Golf R sem hér heima kostar 7.430.000.