VW Golf GTI Clubsport S er enn á Nürburgring

174

Myndband náðist af Volkswagen Golf GTI Clubsport S sem enn er á Nürburgring en fyrir skemmstu setti hann nýtt met framdrifsbíla um Nordschleife.

Ekki er ljóst hvers vegna Volkswagen heldur áfram að etja bílnum um hringinn en það breytir ekki þeirri staðreynd að það er alltaf gaman að sjá öfluga bíla spreyta sig á honum.

Clubsport S er brautarmiðuð útgáfa af Golf GTI. 2.0L vélin er 306 hestöfl og togar 380 Nm og skilar bílnum í 100 km hraða á 5,8 sekúndum. Hámarkshraði 1.258 kg bílsins er 265 km/klst.

Fyrra met átti Honda Civic Type-R en ásamt því að slá hana af stalli var Clubsport S fljótari um Nürburgring Nordschleife en t.d. hinn 425 hestafla BMW M4 og Dodge Challenger SRT Hellcat með sín 707 hestöfl.