Volvo vinnur að 600 hp Polestar útgáfum S90 og V90

244

Frá því Volvo svipti hulunni af S90 stallbaknum og V90 skutbílnum hefur frétta af Polestar útgáfunum verið beðið með eftirvæntingu. Rannsóknar og þróunarstjóri Volvo, Peter Mertens, hefur samkvæmt MotorTrend staðfest að Polestar útgáfur séu í vinnslu sem skila munu um 600 hestöflum.

Mertens segir að Polestar S90 og V90 muni notast við helmingi aflmeiri útgáfu 2.0L T8 tvinnvélar Volvo sem í hefðbundinni útgáfu skilar um 400 hestöflum. Til að ná um 450 hestöflum úr bensínvélinni mun Polestar notast við supercharger og tvær rafdrifnar túrbínur. 87 hestafla rafmótor aflrásarinnar myndi víkja fyrir um 150 hestafla mótor til að ná heildarafli upp í um 600 hestöfl.

Til samanburðar yrðu Polestar S90 og V90 á stalli með Audi RS6 hvað hestöfl varðar og skila talsvert fleirum en núverandi BMW M5, Mercedes-AMG E63 og Jaguar XFR-S.

DEILA Á