Volkswagen Up GTI gæti verið í pípunum

110
Myndin er af nýuppfærðum Up í Beats útgáfu.

Aflmiklir hlaðbakar, eða hot hatch eins og þeir heita á ensku, hafa breyst og þróast mikið síðan Volkswagen kynnti Golf GTI til leiks fyrir fjórum áratugum síðan eða árið 1976. Bílar hafa almennt stækkað og þyngst svo hot hatch bílar dagsins í dag eiga í raun lítið sammerkt með upprunalegu GTI bílunum annað en nafnið.

Volkswagen virðist gera sér grein fyrir þessu og samkvæmt Autocar, sem vitnar í vélvirkja VW stendur til að gera nokkuð í málinu; þróa Up í GTI útfærslu.

Í uppfærðri útgáfu Up sem kominn er á markað í Evrópu fær bíllinn 1.0L þriggja strokka turbo vél sem skilar 89 hestöflum. Þessi sama vél er notuð í Golf Bluemotion en í honum skilar hún 113 hestöflum og togar 199 Nm og það er sú útgáfa sem myndi rata í Up GTI.

Þetta er ekki ýkja há hestaflatala en þar sem Up vegur aðeins rétt rúm 900 kg hefur frumgerð Up GTI með DSG skiptingu náð 100 km hraða á um 8 sekúndum og hámarkshraði yrði rúmir 200 km/klst. Þá mætti að sjálfsögðu einnig búast við uppfærðum fjöðrunarbúnaði og öflugri bremsum.

DEILA Á