Volkswagen hyggst reisa risarafhlöðuverksmiðju

240
Gigaverksmiðja Tesla í Nevada. Nú hyggst Volkswagen reisa viðlíka risarafhlöðuverksmiðju.

Volkswagen hyggst reia risarafhlöðuverksmiðju þar sem framleiddar verða rafhlöður fyrir rafbíla. VW hefur breytt áherslum sínum mikið í kjölfar dieselsvindlsins, auk þess sem afar gott gengi e-Up! og sérstaklega e-Golf hefur ekki spillt fyrir, og mun hella sér í framleiðslu rafbíla af fullum þunga.

Volkswagen er einn stærsti bílaframleiðandi heims og til að geta framleitt rafbíla í viðlíka magni og þeir eru vanir að framleiða bíla er ljóst að gríðarlegt magn rafhlaðna þarf til. Því koma áform um risarafhlöðuverksmiðju til sögunnar en VW áætlar að framleiða 1 milljón rafbíla næsta áratug og fyrirtækið vill heldur framleiða rafhlöðurnar sjálft en að útvista framleiðslunni.

Verksmiðjunni hefur enn ekki verið valinn staður en verkefnið er í höndum stjórnar VW sem taka mun ákvörðun um málið á næstu vikum.

Risarafhlöðuverksmiðja Tesla er vel á veg kominn í eyðimörkinni úti fyrir Reno í Nevada en opnunarhátíð hennar verður 29. júlí næstkomandi. Sú verksmiðja tvöfaldar framleiðslu lithium-ion rafhlaðna í heiminum.

DEILA Á