Vélar ársins 2016

154
1.5L þriggja strokka tvinnvél BMW i8 vann 1.4L-1.8L flokkinn í ár.

Vél ársins er á meðal virtustu verðlauna sem bílaframleiðendum geta hlotnast ár hvert. Veitt eru verðlaun í 12 flokkum.

Aðalverðlaun ársins í ár hlaut F154CB vél Ferrari 488 GTB. Vélin vann einnig til verðlauna í þremur öðrum flokkum Vélar ársins; afkastavél ársins, ný vél ársins og 3-4 lítra vél ársins. 3.9L V8 vélin er 661 hestafl og togar 760 Nm og nýtur góðs af tveimur twin-scroll IHI túrbínum. Þetta er aðeins þriðja vélin til að sigra fjóra flokka á sama ári.

<1.0L vélar: Ford 998 cc þriggja strokka turbo vélin sem finna má í Focus, Fiesta, B-Max, C-Max, Grand C-Max EcoBoost, Turneo og Mondeo bílum Ford.

1.0L-1.4L vélar: PSA Peugeot Citroën 1.2L þriggja strokka turbo vélin sem finnst í Peugeot 208, 308, 2008, 3008 og 5008 sem og Citroën C3, C3 Picasso, C4, C4 Cactus, C4 Picasso / Grand Picasso og DS4.

1.4L-1.8L vélar: BMW 1.5L þriggja strokka tvinnvél i8.

1.8L-2.0L vélar: Mercedes-AMG 2.0L fjögurra strokka turbo vélin sem notuð er í A45 AMG, CLA45 AMG og GLA45 AMG.

2.0L-2.5L vélar: Audi 2.5L fimm strokka turbo vél RS3 og RSQ3.

2.5L-3.0L vélar: Porsche 3.0L sex strokka turbo vél 911 Carrera, 911 Carrera 4, 911 Carrera S, 911 Carrera 4S.

>4.0L vélar: 6.3L V12 vél Ferrari F12tdf

Græn vél ársins: Rafaflrás Tesla Model S og Model X.