UAZ beltabíllinn sleginn

376
UAZ beltabíllinn. Mynd: Krókur

UAZ beltabíllinn sem notaður var við tökur Fast 8 hérlendis og var á uppboði hjá Króki var sleginn á 815.542 krónur en uppboði hans lauk kl. 20:02 í kvöld.

Hinir tveir bílarnir, sem hvorugur voru á beltum heldur hinum ágætustu dekkjum, seldust ekki en lágmarksverðum þeirra var ekki náð. Þó voru boðnar 412.000 krónur í annan, 1989 árgerð og 303.000 krónur í hinn, árgerð 1976.

Í samtali við Vísi sagði Gísli Jónsson, framkvæmdastjóri Króks, að með uppboðunum hafi „verið að láta örlög þessara tækja ráðast, hvort þetta verður tollafgreitt og selt eða hvort þetta fer þá bara úr landi eða verður pressað.

Í lýsingu bílanna á uppboðinu sagði þó að allir þrír seldust tollafgreiddir en að óvíst væri með skráningu þar sem um hernaðartæki væri að ræða. Hvort látið verði reyna á sölu bílanna tveggja með annarri umferð uppboðs er enn ekki ljóst.

Sjá einnig: Þrír UAZ á uppboði hjá Króki

DEILA Á