Toyota GT86 myndsettur sem blæjubíll

297

Þegar GT86 fór fyrst í sölu 2012 voru miklar vangaveltur um hvort Toyota myndi bjóða bílinn sem blæjubíl. Fyrirtækið gekk meira að segja svo langt að búa til GT86 blæjuhugmyndabíl og mættu með hann á bílasýningarnar í Genf og Tokyo 2013.

Það virðist samt sem svo að Toyota ætli sér ekkert meir með hugmyndina og nú þegar líftími GT86 er um það bil hálfnaður verður blæjuútgáfa að teljast ólíkleg úr þessu.

En í tilefni þess að uppfærður GT86 verður kynntur á bílasýningunni í New York nú í lok mánaðar hefur ungverski myndsetjarinn X-Tomi endurvakið hugmyndina og myndsett uppfærða GT86 sem blæjubíl.

Það verður að segjast að blæju GT86 yrði ansi áhugaverður bíll og myndi veita Mazda MX-5 verðuga samkeppni.