Toyota er verðmætasta merki bílaiðnaðarins

137

Bandaríska viðskiptablaðið Forbes birtir á hverju ári lista yfir verðmætustu vörumerki heims og listi ársins er kominn út. Að venju raða tæknifyrirtæki sér í topp sætin en þó er sæg af bílaframleiðendum að finna á listanum.

Apple, Google, Microsoft, Coca-Cola og Facebook raða sér í fimm efstu sætin en Toyota vermir það sjötta og er hið eina úr bílageiranum sem nær inn á topp 10, 42,1 milljarða dollara virði. Næst í röðinni er bæverski framleiðandinn BMW í 14. sæti, virði 28,8 milljarða dollara, með erkikeppinautinn Mercedes-Benz í 20. sæti, talið 26 mja. dollara virði.

Honda er skammt undan í 23. sæti og Ford í 35. með Audi í næsta sæti á eftir. Þá kemur talsvert bil í næsta bílamerki en Chevrolet kemur inn í 59. sæti, Lexus því 63., Porsche í 67. en Nissan nær í 70. sæti með Hyundai í næsta á eftir. Volkswagen er síðasta og neðsta bílamerkið á listanum í 77. sæti.

Toyota og Volkswagen Group eiga fimm af tólf merkjum listans. Öll merki listans utan þriggja, Ford, Chevrolet og Hyundai, eru japönsk eða þýsk.