Top Gear brautin komin með malarkafla?

168

Nú þegar 23. þáttaröð Top Gear er tæpum tveimur vikum frá því að fara í loftið er ýmsum molum sáldrað hér og þar til að halda öllum spenntum. Nýjasti molinn birtist á Twitter í formi myndar frá þreföldum BTCC meistara Matt Neal sem sýnir malarkafla á Top Gear brautinni.

Í tístinu sagði Neal jafnframt að á brautinni sé stökkpallur þó hann sjáist ekki á myndinni og hann segir einnig að nýja „strar in a car“ brautin hafi rallycross kafla og stökkpall, þó hann sjáist ekki á mynd Neal. Hvort kaflinn verði eingöngu ætlaður þeim dagskrárlið eða jafnvel aðeins þegar atvinnuökumenn taka þátt verður að koma í ljós.

Margir eiga skiljanlega erfitt með að sætta sig við brotthvarf þríeykinsins Clarkson, Hammond og May frá Top Gear og mikill styr hefur staðið um nýja stjórnendur þáttarins en gula pressan í Bretlandi virðist fátt vita skemmtilegra um þessar mundir en að hakka nýliðana í sig. Teymið að baki þættinum hefur því þurft að leggja extra hart að sér að gera þáttaröðina sem skemmtilegasta og malarkafli á Top Gear brautinni er vissulega spennandi viðbót.

Stiklur fyrir þáttinn sýna þó að framleiðslugildið er enn hið sama. Hvort efnistökin og framsetning verði á pari byrjar að koma í ljós 29. maí þegar þáttaröðin fer í loftið.

DEILA Á