Tímaskeið sýnir smíði Jaguar Lightweight E-Type #15

139

Breska eðalbílasalan Stratstone hefur keypt Jaguar Lightweight E-Type #15 sem er þriðji af sex nýsmíðuðum Lightweight E-Type og ætlar honum að vera „lifandi og dýnamísk“ auglýsing fyrir bílasöluna.

Jaguar ákvað 2014 að ljúka við framleiðslulotuna sem hafin var 1963 og gerði ráð fyrir smíði 18 bíla en aðeins var voru 12 eintök smíðuð á sínum tíma. Þeir Lightweight E-Type sem nú voru smíðaðir fylgdu nákvæmlega sömu forskrift og fyrstu 12 eintökin og fengu undirvagnar þeirra númerin 13-18. Þrátt fyrir að um hálf öld aðskilji framleiðsluloturnar teljast nýjustu sex til upprunalegra Lightweight E-Type.

Boddýið er smíðað úr áli sem og vélarblokk 3.8L línu sexunnar og fyrir vikið er Lightweight E-Type 100 kg léttari en venjulegur E-Type. Verðmiði hvers bíls frá Jaguar er 1 milljón pund, um 177 milljónir króna.

Fyrirætlanir okkar með þennan mjög svo sérstaka Jaguar er að hann þjóni sem lifandi og dýnamískur sendiherra Stratstone vítt og breitt um Bretland og Evrópu. Ástríða fyrir bílum og mótorsporti er samgróin arfleifð Stratstone. Þessi bíll hefur sína eigin arfleifð og við erum hæstánægðir með að vera nú partur af sögu hans.

sagði Trevor Finn, forstjóri móðurfélags Stratstone, Pendragon PLC.

DEILA Á