Þegar vanvitar verða á vegi hvors annars vol. 4

202

Sumarið er komið og nú virðist rigna inn myndböndum af atvikum sem hæglega hefði mátt forða með því að einu að hegða sér ekki eins og vanviti.

Myndbandið er tekið upp á mælaborðsmyndavél í Subaru Legacy GT sem ekið er „í rassgatinu“ á Honda Pilot á þjóðvegi í Michigan. Honda ökumaðurinn bremsaði eldsnöggt, sem er alger vanvitaháttur, til að láta ökumanninn Subarusins vita af því að hann kynni ekki að meta nándina. Subaru ökumaðurinn bremsaði til jafns við Honduna en lét sér ekki segjast og var kominn aftur í skottið á Hondunni innan skamms.

Þá bremsaði ökumaður Hondunnar enn harðar og þar sem Subaruinn var of nærri til að geta brugðist við með bremsunni einni saman, auk þess sem hann virðist hreinlega hafa verið óviðbúinn, reyndi hann að beygja yfir á hægri akgrein en missti við það stjórn á bílnum og hafnaði í víravegriðinu.

Það er aldrei sniðugt að vera svo nærri bílnum á undan en Subaru ökumaðurinn skrifar í lýsingu myndbansins að óhappið sé alfarið á ábyrgð Hondu ökumannsins sem hafi hangið á vinstri akgrein og bremsað tvisvar fyrir framan hann. Hann virðist þar með ekki gera sér grein fyrir sínum þætti í vanvitaskapnum, hafandi verið allt of nærri Hondunni sem þó að sjálfsögðu hefði átt að vera búin að færa sig á hægri akgrein til að hleypa Subarunum fram úr.

DEILA Á