Þegar Ken Block sótti um hjá Top Gear

248

Top Gear auglýsti á sínum tíma eftir myndböndum frá fólki sem hafði áhuga á að starfa við nýju þáttaröðina með Chris Evans sem aðalkynni.

Ken Block sótti ekki um þrátt fyrir það sem fram kemur í nýju myndbandi frá sjónvarpsþættinum fræga en hann tók þátt í framleiðslu efnis fyrir þáttinn þegar hann tryllti um London á 845 hestafla Hoonicorn Mustang sínum við lítinn fögnuð.

Það er spurning hvort lesa megi það út úr því að myndbandið að ofan með Ken Block á Hoonicorn hafi verið birt í dag að atriðið alræmda verði í þættinum á morgun og að þetta sé tilraun Top Gear til að ná aftur upp áhorfi á þáttinn?

DEILA Á