Þegar bitur maður mætir á bílasýningu

207

Rammbitur maður mætti á Ford Nationals bílasýninguna í Carlisle, Pennsylvania í byrjun mánaðar. Á myndbandinu má sjá nokkra af bílunum sem fyrir augu bar en af athugasemdum mannsins að dæma er hann ekkert sérstaklega hrifinn af Ford né Ford eigendum.

Sé maður ekki ofsatrúar má þó hafa gaman af athugasemdum hans og njóta bílanna sem fyrir augu ber, sem eru hver öðrum glæsilegri.

En eftir stendur spurningin hverrar trúar maðurinn sé? Ég giska á Chevy.