Þáttaröð Ford um bestu akstursvegi Evrópu

247

Ford hefur framleitt nýja sex þátta netþáttaröð þar sem blaðamaðurinn Steve Sutcliffe skoðar bestu akstursvegi Evrópu. Í hverjum þætti er Sutcliffe á nýjum vegi á nýjum Ford.

Vegirnir fá einkunn fyrir skemmtun, veggæði, aðgengi, gestrisni, landslag og úrval matar og drykkja. Vegir í Rúmeníu, Englandi, Þýskalandi, Frakklandi og á Spáni eru eknir í þáttaröðinni en í fyrsta þætti ók Sutcliffe um Transfăgărășan fjallaskarðið í Rúmeníu á Mustang GT en nú eru hinir fimm þættirnir komnir út og þá má sjá í spilara hér að neðan, einn af öðrum.

DEILA Á