Það má gera sér margt til dundurs í sjálfkeyrandi bíl

447

Það má gera sér margt til dundurs í sjálfkeyrandi bíl eins og par eitt sýndi þegar það tók upp myndband af sér á ferðalagi á Tesla Model X.

Það er t.d. hægt að dansa, spila, fara í sjómann, lesa, fara í skæri, blað, steinn, fá sér að borða, skylmast, nudda hvort annað, spila meira, spila tónlist, snyrta sig og rækta en ólíkt endinum má ekki fá sér lúr. Ekki enn í það minnsta og það veit sá sem gerði myndbandið en í lýsingu þess á YouTube skrifar hann að myndbandið megi ekki taka of alvarlega og að við gerð þess hafi öllum reglum verið fylgt.

Þau gengu þó ekki það langt að láta spá kanadíska sérfræðingsins rætast.