Svona sjá áhugamenn sjöttu kynslóð Bronco fyrir sér

812

Áhugamenn á Bronco6G spjallborðinu tóku höndum saman og tölvuteiknuðu sjöttu kynslóð Ford Bronco eins og þeir myndu vilja sá hann.

Innblástur tóku þeir frá fyrri kynslóðum, Bronco hugmyndabílnum sem Ford sýndi árið 2004 sem og frá núverandi pallbílum og trukkum Ford.

Okkar hugmynd sýnir nútímalega útfærslu af Bronco byggðum á grind sem varðveitir háa, ferkantaða, sterkbyggða og grófa hönnun fyrri kynslóða með áherslu á gagnsemi og utanvegagetu.

Ford sendi nýlega frá sér fréttatilkynningu þess efnis að þeir ætli að setja fjóra nýja sportjeppa á markað fram til 2020. Þó Ford hafi ekki gefið út að einn þeirra sé Bronco búast þeir á Bronco6G við honum aftur á markað árið 2020 og að hann verði settur til höfuðs Jeep Wrangler.

DEILA Á