Svona gæti Tesla Model Y litið út

143

Tesla hefur verið að auka við bílaúrval sitt hægt en örugglega síðustu ár. Model X er kominn á markað til hliðar við Model S og það styttist í Model 3 og viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa.

Í tísti síðsla árs í fyrra, eftir að staðfest hafði verið að Model 3 yrði framleiddur, sagði forstjóri Tesla, Elon Musk, að Model Y myndi koma á markað og þar með fullkomna „S3XY“ línu rafbílaframleiðandans. Model Y yrði byggður að grunni Model 3 en væri jepplingur. Model Y og 3 yrðu svipað par og Model S og X eru.

Hollenski myndsetjarinn Remco Meulendijk hefur nú myndsett sína hugmynd að því hvernig Model Y ætti að líta út og afraksturinn er hreint ekki amalegur með afturhallandi þak, nokkuð hár undir lægsta punkt og plastkanta á hjólbogum og sílsum sem gefur fáguðu útlitinu verklegt yfirbragð.

DEILA Á