Svona gæti pallbíll Peugeot litið út

513

Fram til 2021 ætlar Groupe PSA að koma með 34 nýja eða endurhannaða bíla á markað. Þar af verða 26 fólksbílar og 8 atvinnubílar, meðal annars rafbílar og 1 tonns pallbíll.

Þetta kom fram í „Push to pass“ áætlun Groupe PSA samsteypunnar sem framleiðir Peugeot, Citroën og DS.

Ungverski myndsetjarinn X-Tomi greip fréttina á lofti og myndsetti Peugeot pallbíl og byggði hönnunina á Toyota Hilux sem er ekki fráleitt en Toyota hefur unnið með frönsku samsteypunni að hönnun og smíði Aygo, C1 og 107 systurbílanna.

Hvort þetta sé nærri lagi hjá Ungverjanum verður tíminn að leiða í ljós.