Svona gæti Citroën pallbíll litið út

197

Push to pass áætlun Groupe PSA, móðurfyrirtækis Citroën, Peugeot og DS gerir ráð fyrir miklum fjölda nýrra og uppfærðra bíla fram til 2021. Einn af nýju bílunum er 1 tonns pallbíll en ekki er enn ljóst hvert merkjanna muni framleiða hann.

Malasíski myndsetjarinn Theophilus Chin hefur nú myndsett Citroën pallbíl og byggt hann á Toyota Hilux sem er ekki úr vegi þar sem fyrirtækin hafa áður deilt bílum.

Framendi pallbílsins er innblásinn af C4 Picasso bíl Citroën en hliðarnar fá AirBump hlífðar-klæðningu C4 Cactus.

X-Tomi hafði áður myndsett pallbíl PSA í gervi Peugeot og hann byggði sömuleiðis á Toyota Hilux. Þá er bara spurning hvor hönnunin ætli sé nærri því sem PSA sjái fyrir sér?