Svona gæti BMW pallbíll litið út

74

Nú þegar helsti keppinautur BMW, Mercedes-Benz, kemur senn með pallbíl á markað má ímynda sér að bæverski bílaframleiðandinn láti sitt ekki eftir liggja og helli sér í samkeppni.

Malasíski myndsetjarinn Theophilus Chin fór þó lengra en að velta því fyrir sér hvort BMW muni framleiða pallbíl og myndsetti eitt stykki, byggt á X4. Þetta er þó ekki almennilegur pallbíll ólíkt því sem Benz birtir senn heldur meira í ætt við Subaru Baja; fjórhjóladrifinn fólksbíll með opnu skotti.

Þó verði að teljast afar ólíklegt að svona bíll myndi rata í framleiðslu hjá BMW gæti einhver með nógu djúpa vasa breytt X4 bíl sínum á þennan veg, annað eins hefur verið gert við M3.

DEILA Á