Svona gæti Audi RS Q2 litið út

207

Ungverski myndsetjarinn X-Tomi sendi nýverið frá sér þessa hugmynd sína að útliti Audi RS Q2.

Audi Q2 kemur á markað í haust en frá Audi hefur enn ekkert heyrst um kraftaútfærslur bílsins.

Samanborið við venjulegan Q2 er mun grimmari framsvipur á RS bíl X-Tomi en grillmöskvar eru af annari lögun og dökkir á bíl hans auk, að sjálfsögðu, RS merkis í grillinu. Hliðarloftinntök í framstuðara eru einnig sérstæð og meira áberandi en á venjulega Q2.

Hliðarsvipur bílsins er óbreyttur fyrir utan mun stærri felgur og rauðmálaðar bremsudælur.

Öflugasta vélin sem staðfest er, enn sem komið er í það minnsta, í Q2 er 2.0 lítra 190 hestafla fjögurra strokka bensínvél.

DEILA Á