Svona er bandarískur lögreglubíll útbúinn

434

Bandaríska lögreglan sinnir ýmiskonar verkefnum, líkt og lögreglulið annarra landa, og þarf að vera í stakk búinn til að geta tekist á við nánast hvað sem er. Lögregluþjónn einn tók upp myndband sem sýnir búnað bíls síns sem er ansi mikill og víðtækur.

Bíllinn er lögregluútgáfa fimmtu kynslóðar Ford Explorer, kallaður Ford Police Interceptor Utility. Í þeim var 302 hestafla 3.7L V6 Cyclone vél Ford, sama vél og í Mustang og F-150 í stað 290 hestafla 3.5L V6 sem er í venjulegum Explorer af sömu kynslóð. Lögregluútgáfan fæst aðeins fjórhjóladrifin og nýtur góðs af stærri bremsudiskum, þróaðri ABS og gripstýringarkerfum og öflugra kælikerfis. Gírstöngin er í stýri líkt og í fyrstu kynslóðum Explorer til að skapa pláss fyrir búnað. Frá og með 2014 fékkst 365 hestafla EcoBoost V6 vél Ford í lögregluútgáfunni.

2014 varð Ford Explorer vinsælasti lögreglubíll Bandaríkjanna. Hver svona bíll auk búnaðarins sem í bílnum er kostar um 100.000 dollara, um 12,5 milljónir króna.

DEILA Á