Subaru kynnir Levorg STI

541

Góðu fréttirnar eru þær að Subaru hefur loks kynnt STI útgáfu af Levorg skutbíl sínum, þær slæmu að hann fæst aðeins í Japan.

Á Japansmarkaði býðst Levorg með 2.0L turbovél sem skilar 296 hestöflum auk 168 hestafla 1.6L turbovélarinnar sem fæst í Evrópu. Báðar vélar koma aðeins með Lineartronic CVT skiptingu. Japanska vélaúrvalið heldur sér í Levorg STI en hægt er að fá bílinn með báðum vélakostum í STI útfærslu.

Einu afkastamiðuðu breytingar bílsins eru nýtt DampMaticII fjöðrunarkerfi Subaru með Bilstein höggdeyfum, breytt aflstýri og 18″ STI felgur.

Útliti bílsins hefur hins vegar verið breytt ansi mikið en Levorg STI fær nýjan framstuðara og grill, LED þokuljós, krómaða púststúta auk þess sem WR Blue Pearl litur Subaru býðst á bílinn. Að innan eru tvítóna svört og dökkrauð leðursæti með STI merkinu ísaumauðu í hauspúða auk þess sem samsvarandi leður finnst á miðjustokki og í hurðum. Einnig eru dökkrauðir saumar í stýrishjóli og gírstöng.

Til að byrja með mun Levorg STI aðeins fást í Japan. Verð Levorg STI með 1.6L vélinni er frá um 3,9 milljónir króna en með kraftmeiri 2.0L vélinni kostar hann frá um 4,4 milljónum króna í heimalandinu. Utan Japan getur fólk þó beðið og vonað að fari Levorg STI á flakk út fyrir heimamarkaði muni hann taka 2.0L vélina með sér.

DEILA Á