Stikla af methring Mark Higgins komin út

288

Subaru hefur sent frá sér stiklu fyrir komandi myndband af methring Mark Higgins í Isle of Man TT þar sem ökuþórinn frá Mön rústaði eigin meti um 60,725 km langa Snaefell Mountain Course brautina.

Í stiklunni má sjá glefsur frá akstrinum sem og fítusa Impreza WRX STI bílsins, sem var sérsmíðaður til verksins, á borð við virkan afturvæng sem leggja má flatan til að minnka loftmótstöðu.

Sjá einnig: Subaru rústaði eigin meti í Isle of Man TT