Sprintbíll flaug yfir 7 m háa varnargirðingu

821

Keppni á sprintbílum er ein ruglaðasta mótorsportkeppni veraldar en 640 kg bílarnir skila milli 700 og 1.100 hestöflum eftir keppnisflokkum.

Austin Williams heitir maður sem keppir í 410 toppflokki vængjalausra sprintbíla á bíl með 6.7L (410 cid) V8 vél sem snýst upp í 9.000 snúninga og skilar 1.100 hestöflum. Hann var á tímatökuhring fyrir keppni á Perris Auto Speedway í Kaliforníu þegar hann varð fyrir því óláni að missa stjórn á bílnum og velta þegar dekkin grófu sig niður, sem er ekki óalgengt.

Það sem hins vegar er óalgent, og hafði í raun aldrei gerst áður á þessari braut, er að bíll Williams náði næganlegum skriðþunga í veltunni til að þeytast yfir 7 m háa varnargirðinguna umhverfis brautina. Lendingin hinum megin var heldur harkaleg en Williams slapp ómeiddur en nokkuð aumur úr rosalegu atvikinu.

DEILA Á