Sportjeppi Alfa Romeo fær nafnið Stelvio

116
Hér sést hugmynd hollenska teiknarans Remco Meulendijk um mögulegt útlit Alfa Romeo sportjeppans.

Alfa Romeo hefur unnið að sportjeppa um nokkurt skeið og hefur Sergio Marchionne, forstjóri Fiat Chrysler, móðurfyrirtækis Alfa Romeo, sagt að bíllinn verði veigamikill þáttur í enduruppbyggingu merkisins og einn átta nýrra módela sem frá framleiðandanum muni koma fram til 2018.

Vegurinn um Stelvio fjallaskarðið er hæstiliggjandi malbikaði vegur í austanverðum Ölpunum.
Vegurinn um Stelvio fjallaskarðið er hæsti malbikaði vegur austanverðra Alpanna.

Sportjeppanum verður hleypt af stokkunum nú um mitt þetta ár og samkvæmt frétt L’inchiesta hefur Marchionne sjálfur staðfest að bíllinn fari í framleiðslu 15. mars og muni fá nafnið Stelvio. Nafnið ætti að hringja bjöllum bílaáhugamanna en einn frægasti vegur heims, Stelvio fjallaskarðið, er í ítölsku Ölpunum.

Það kann að skjóta skökku við að sportjeppi sé nefndur eftir einhverjum alskemmtilegasta og rómaðasta vegkafla heims en Alfa Romeo hefur þegar gefið það út að bíllinn verði dugandi akstursbíll og ef nýja Giulia, sem nýlega setti brautarmet stallbaka á Nürburgring, er mælistika á það sem er í vændum frá Alfa Romeo er engin ástæða til að efast.

Bílarnir tveir, Stelvio og Giulia, verða framleiddir í sömu verksmiðju í Cassino og búist er við sama vélaúrvali í þeim báðum.

Hér sést hugmynd hollenska teiknarans Remco Meulendijk um mögulegt útlit Alfa Romeo sportjeppans.
Hér sést hugmynd hollenska teiknarans Remco Meulendijk um mögulegt útlit Alfa Romeo sportjeppans.
DEILA Á