Skoda Vision S hugmyndabíllinn verður á bílasýningunni í Genf

1385
Á myndinni sést ágiskun um mögulegt útlit Kodiaq.

Skoda mun sýna nýjan hugmyndabíl, Vision S, á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Bíllinn á að sýna á hvaða leið Skoda er með sportjeppa sem áætlað er að komi á markað í byrjun árs 2017. Talið er að þegar Vision S komi á markað í endanlegri mynd muni hann bera nafnið Kodiaq en Skoda skráði nafnið sem vörumerki sitt í desember síðastliðnum.

Á myndinni sést ágiskun um mögulegt útlit Kodiaq.

Kodiaq verður sjö sæta sportjeppi og er ætlað að keppa við bíla á borð við Audi Q5, Land Rover Discovery Sport og BMW X3. Það verður því áhugavert að sjá hvað Skoda sýnir okkur í Genf, hafandi svo metnaðarfull áform fyrir Kodiaq.

DEILA Á