Skildi auðskilinn miða eftir á framrúðu bíls sem lokaði hann inni

408

Það er fátt meira pirrandi en að koma að bíl sínum í aðstæðum á borð við þær sem ónefndur íbúi í London kom að þegar eigandi Mercedes-Benz hafði þrengt verulega að Smart bíl hans í bílastæði í borginni með því að leggja vægast sagt mjög þétt upp við hann.

Eigandi Smart-sins skildi eftir auðskildan miða á rúðu Benzins sem á stóð:

Þú ert mjög hugrakkur fyrir að leggja fallega Benzanum þínum svo nærri Smart bílnum mínum sem mér er skítsama um!!!

Það má leiða líkur að því að Benz eigandinn hugsi sig tvisvar um áður en hann leggur á þennan máta aftur, öðrum til óþurftar og ama.

note_2889935a