Sítónuvísitalan sýnir viðhaldskostnað bíltegunda

579
Vera Hummer H3 á listanum kemur ekki til af góðu. Mynd: Wikimedia Commons.

Tölfræðifyrirtækið Priceonomics hefur tekið saman 10 ára rekstarkostnað bíla í Bandaríkjunum og greint erftir tegundum. Einnig tók fyrirtækið saman algenga kvilla bíla og niðurstöðurnar eru forvitnilegar.

Meðalheimili í Bandaríkjunum eyðir um 5% tekna sinna í bílakaup og öðrum 5% í viðhald bíla sinna. Bílar eru að jafnaði næst dýrasta eign Bandaríkjamanna á eftir íbúðarhúsnæði.

Viðhaldskostnaður bíla er æði misjafn eftir tegundum auk þess sem mjög misjafnt er hvað það er sem þarfnast viðhalds. Í samstarfi við YourMechanic hefur Priceonomics breytt gagnagrunni YourMechanic í tölfræði sem varpar ljósi á mismunandi kostnað við mismunandi tegundir.

Fyrsta taflan sýnir hvaða tegundir kostar mest að viðhalda á fyrstu tíu árum líftíma bíla. Öll módel voru sett undir sína tegund til að fá út heildarkostnað hverrar tegundar.

 

Lúxusbílar frá Þýskalandi á borð við BMW og Mercedes-Benz eru dýrastir í viðhaldi. BMW toppar listann en að meðaltali kostar það Bandaríkjamann tæpar 2,2 milljónir króna að viðhalda BMW bifreið fyrstu 10 ár líftíma bílsins. Toyota situr hins vegar á botni listans með viðhaldskostnað upp á um 670.000 á sama tímabili.

Amerískir bílar á borð við Jeep og Buick sitja um miðbik listans en í ódýrari kantinum eru japanskir bílar ráðandi. Þó vekur staðsetning Kia nokkra athygli en viðhald þeirra er 1,3 sinnum dýrara en meðaltal listans.

Næsta tafla sýnir hvernig viðhaldskostnaður bíla eykst að meðaltali með aldrinum, óháð tegund.

Viðhaldskostnaður eykst að meðaltali um 20.000 krónur á ári eftir fyrsta árið til þess tíunda. Eftir það stækka stökkin og eftir þrettán ára aldur kostar að meðaltali 250.000 krónur á ári að viðhalda bíl.

Þegar einstök módel eru skoðuð kemur í ljós að ekki eru allir bílar sömu tegundar skapaðir jafnir.

Það kostar minnst um 1,4 milljónir króna að viðhalda 20 dýrustu bílunum á fyrstu 10 árum líftíma þeirra. Chrysler Sebring er bíla dýrastur en viðhald hans kostar eiganda að meðaltali yfir tvær milljónir króna fyrstu 10 árin. Chrysler hætti framleiðslu Sebring 2010. Stærri fólksbílar eru áberandi á listanum með bíla á borð við Nissan Murano og Mercedes-Benz E350 ofarlega.

Á hinum enda skalans eru Toyotur áberandi auk fleiri asískra bíla í minni stærðarflokkum. Prius er bíla ódýrastur í viðhaldi en hann kostar eiganda sinn um 520.000 fyrstu tíu ár sín. Athygli vekur vera Tacoma pallbílsins frá Toyota en hann nær í fimmta sæti.

En hvað er það sem gerir sumar tegundir dýrari en aðrar? Sumir framleiðendur gera kröfu um þéttriðnara viðhald bíla sinna og þjónustuskoðanir eru ekki gefins. En í sumum bílum bilar sami hlutur aftur og aftur og Priceonomics tók það með í reikninginn og kannaði hvað það væri sem oftast hefði bilað í mismunandi tegundum.

Mercury er sú tegund sem þjáist krónískasta vandanum en eldsneytisdælur í bílum Mercury eru 28x sinnum líklegri til að bila en í meðalbílnum. Mercury merkið var lagt niður af Ford 2011. Einnig má sjá hvernig sama vandamál hrjáir systurtegundir en Dodge og Chrysler tilheyra bæði FCA sem virðist ekki geta náð EGR pústvenlinum til að virka rétt en þá þarf að skipta um 20x oftar en að meðaltali.

En eitt er það umfram annað sem bíleigendur kvíða hvað mest; að bíllinn hreinlega neiti að fara í gang.

Hummer er sá bíll sem er hvað gjarnastur á að fara ekki í gang, níu sinnum líklegri en aðrar tegundir, en þrár af fjórum efstu tegundunum eru ekki lengur til. Lúxusbílamerkin eru fyrirferðarmikil á listanum en þær tengundir sem eru hvað ódýrastar í rekstri eru fjarverandi.

En eins og á listanum yfir viðhaldskostnað er það ekki fyrr en farið er að skoða módelin sem skýrari mynd fæst.

Aftur bregður Sebring fyrir en Hummer H3 er í sjöunda sæti en Hyundai Tiburon vermir toppsætið en framleiðslu hans hefur verið hætt. Ástæða veru Hummer í toppsæti fyrri lista er sú að Hummer framleiddu afar fá módel svo vera H3 þetta hátt á lista hefur skotið tegundinni á topp listans yfir tegundir vegna þess að aðeins eitt annað módel, H2, var til að draga meðaltalið niður.

Þó bílaeign snúist um svo margt annað en bara kostnað geta fæstir leyft sér að horfa fram hjá honum. Hafa verður í huga að tölurnar eiga við bandarískar útgáfur í Bandaríkjunum svo mögulegur mundur yrði á svona tölfræði bíla hérlendis. Þá er einnig ekki reiknað með breytum á borð við hvernig bílum er viðhaldið eða um þá gengið en ýmsar tegundir framleiða bíla sem vanalega eru notaðir við allt aðrar aðstæður en módel annarra framleiðenda.

DEILA Á