Route Napoléon frá sjónarhóli ökumanns Nissan GT-R

122

Route Napoléon heitir leiðin milli Golfe-Juan við Miðjarðarhafið í Frakklandi og Grenoble í frönsku Ölpunum.

Leiðin heitir eftir Napoléon Bonaparte en hann steig á land í Golfe-Juan þegar hann sneri aftur úr útlegð sinni frá eynni Elba. Hann vildi forðast hersveitir hinnar nýju stjórnar Frakklands og marséraði því með lið sitt yfir fjöllin til Grenoble, leið sem í dag heitir Napóleonsvegur. Skömmu síðar náði hann til Parísar og tók völdin í Frakklandi öðru sinni.

Kaflar leiðarinnar eru aksturshimnaríki með fjöldanum öllum af alls kyns beygjum og stuttum beinum köflum sem hægt er að kitla pinnann á. Leiðin er fögur og afbragðsskemmtileg nánast sama hvaða bíl maður hefur til umráða á henni enda hefst hún á Frönsku Rivíerunni og endar í Ölpunum. Það myndi samt engu spilla að geta farið hana á bíl á borð við Nissan GT-R.

DEILA Á