Rosalegur methringur Michael Dunlop í Isle of Man TT

84

Michael Dunlop gerði sér lítið fyrir og setti nýtt brautarmet um Snaefell Mountain Course brautina í Isle of Man TT mótorhjólakeppninni þegar hann fór 60,725 km langa brautina á 16:58.254 á meðalhraðanum 214,7 km/klst.

Dunlop setti einnig nýtt met í 6 hringja akstri þegar hann fór þá á 1 klukkustund, 44 mínútum og 14 sekúndum. Tvo af hringjunum sex ók Dunlop á undir 17 mínútum en það hafði enginn gert áður. Dunlop keppir í RST Superbike flokki.

Subaru hefur einnig gert gott mót á Isle of Man TT og rústaði eigin meti bíla á brautinni á sérbreyttri Impreza WRX STI.