Rosaleg drift innkoma á 220 km hraða

612

Norðmaðurinn Fredric Aasbø kallar greinilega ekki allt ömmu sína þegar kemur að drifti.

Aasbø keppir á Toyota GT86 sem gengur, réttilega miðað við myndbandið, undir nafninu Speedhunter. Myndbandið er tekið upp við lok beina kaflans á Rudskogen akstursbrautinni í Osló í Noregi. Í því sést Aasbø fara driftandi inn í beygju á 220 km hraða.

Ef vel er að gáð sést að hann snerti aldrei skiltið sem flýgur í loftið í kjölfar bílsins. Það var einfaldlega ofboðslegt kjölsog sem á eftir honum kom sem reif það upp úr jörðinni.

DEILA Á