Renault kynnir Twingo GT á Goodwood

73

Afturdrifinn og með vélina aftur í hefur Twingo hreinlega öskrað eftir aflmikilli útgáfu og nú er hún loks innan seilingar.

Renault mun kynna nýjan Twingo GT á Goodwood Festival of Speed í Bretlandi síðar í mánuðinum. 0.9L þriggja strokka turbo vél bílsins togar 170 Nm og er 110 hestöfl, 20 meiri en aflmesta útgáfa hennar í hefðbundnum Twingo þökk sé endurhönnuðu loftinntaki og endurforritaðri vélartölvu.

Twingo GT hefur að sjálfsögðu fleira til brunns að bera en bara uppfærða vél en RenaultSport var með í ráðum við hönnun bílsins sem fær uppfært fjöðrunarkerfi, 17″ felgur, endurkvarðað stöðugleikakerfi og skarpara stýri til að lífga upp á akstursupplifunina.

Fjórir litir verða í boði á Twingo GT; Piment appelsínugulur sem sést á meðfylgjandi myndum auk þess sem Profond svartur, Lunaire grár og Glacier hvítur verða í boði. Að innan fær bíllinn sportleg innlegg í innréttingu.

DEILA Á