Renault Kwid fær öryggisuppfærslu fyrir Brasilíumarkað

71

Renault Kwid stóð sig afleitlega í árekstrarprófunum GlobalNCAP eins og frægt er orðið en bíllinn fékk enga stjörnu í prófinu.

Kwid hefur hingað til aðeins verið framleiddur og seldur í Indlandi en Renault ætlar bílinn á fleiri markaði og hefur framleiðslu hans senn í verksmiðju sinni í Curitiba í Brasilíu fyrir þarlendan markað.

renault-kwid-brazilBrasilíumaður nokkur tók fréttunum ekki vel og skrifaði á facebook síðu Renault í Brasilíu að hann „hlakkaði til að fá hinn öryggislausa Kwid á markað þarlendis enda líf Brasilíubúa einskis virði„. Renault brást við og upplýsti manninn um að Kwid framleiddir í Brasilíu verði með fjórum loftpúðum og ABS bremsum auk fleiri hluta.

Brasilíuútgáfa Kwid verður kynnt á bílasýningunni í São Paulo í nóvember og útgáfan mun svo rata á fleiri markaði í Suður-Ameríku 2017.

Sjá einnig: Renault Kwid skítféll á árekstrarprófi

DEILA Á