Ram Yellow Rose of Texas

118

Ram ætlar að hefja sölu hálfs tonns pallbíls í útgáfu sem þeir kalla „Yellow Rose of Texas“ en hann mun aðeins fást í Texas.

2016 Ram 1500 Yellow Rose of Texas byggir á annarri sérúgáfu, Ram 1500 Lone Star sem einnig fæst aðeins í Texas, en gula rósin verður auðþekkt af Stinger Yellow lit sínum og fæst 4×2 og 4×4 í crew cab útfærslu.

Texas er pallbílaland – Ram pallbílaland – og við viljum framleiða vörur sem eiga samhljóm með okkar viðskiptavinum. Mikilvægi pallbílamarkaðarins í Texas verður ekki ofmetið. Þess vegna hefur Ram unnið að því ár eftir ár að skaffa dugmikla pallbíla sem þjóna samfélögum um allt Texas.

sagði Mike Manley, yfirmaður Ram.

Ram 1500 Yellow Rose of Texas fer í sölu í næsta mánuði.

Nafn útgáfunnar er fengið frá samnefndu þjóðlagi sem varð vinsælt í útgáfu Mitch Miller og náði árið 1955 á topp Billboard listans.

Það eru fleiri eigendur pallbíla í Texas en í nokkru öðru ríki Bandaríkjanna. 20% skráðra ökutækja í Texas eru pallbílar en landsmeðaltal er 12%. Ram selur rúmlega tvisvar sinnum fleiri bíla í Texas en í næst söluhæsta ríkinu.

DEILA Á