Ram Rebel er Mopar sérútgáfa ársins

384

Á hverju ári síðan 2010 hefur Mopar, sportarmur FCA, kynnt sérútgáfu bíls úr úrvali samsteypunnar. Sérútgáfan 2016 er Ram sem fengið hefur nafnið Rebel og kemur hlaðinn Mopar aukahlutum.

Ram Rebel verður aðeins í boði í 500 eintökum og meðal aukahluta eru 17″ Satin svartar felgur, grjóthlíf undir vél, brettakantar, Mopar grafík, kalt loftinntak og pústkerfi frá hvarfakút og aftur. Tveir litir eru í boði, tveggja tóna Flame rauður og Brilliant svartur eða alsvartur. Vélin er 5.7L HEMI V8 sem skilar 383 hestöflum og togar 542 Nm.

Rebel er í grunninn Ram 1500 4×4 Rebel Crew Cab en Ram Rebel er fyrsta árlega Mopar sérútgáfan sem byggir á bíl í þessum stærðarflokki en áður hafa sérútgáfurnar byggt á sportlegri bílum samsteypunnar á borð við Challenger 2010 og ’14, Charger ’11, Chrysler 300 ’12, Dart ’13 og Charger R/T í fyrra.

Bíllinn fer í senn í sölu í Bandaríkjunum og Kanada og kostar 52.460 dollara eða um 6,4 milljónir króna.

DEILA Á