Ram 1500 Stinger Yellow Sport

119

Ram kynnir nýja útgáfu 1500 Sport pallbíls síns sem fær nafnið Stinger Yellow og verður aðeins framleiddur í 2.250 eintökum.

Pallbíllinn byggir á Sport útfærslu Ram og fæst aðeins, eins og nafnið gefur til kynna, í gulum lit með svörtum röndum á húddi en hingað til hefur Ram aðeins fengist í gulu í Texas og þá í Yellow Rose of Texas útgáfu.

Auk þess sem fylgir í Sport útfærslu bætir Stinger Yellow við tvöföldum krómuðum púststútum, húddi með loftunaropi og 22″ álfelgum á 2WD en 20″ á 4WD módelum.

Að innan er Stinger Yellow með svarta leðurinnréttingu Sport módelsins sem að auki hefur verið skreytt með svörtu krómi og gulum saumum í innréttingu og sætum auk þess sem gult merki Ram er ísaumað í hauspúða. Í bílnum er líka 8.4AN Uconnect leiðsögukerfið og bakkmyndavél. Enn hefur Ram ekki sent frá sér myndir af innréttingu Stinger Yellow.

Ram Stinger Yellow 1500 Sport fæst aðeins í Crew Cab útfærslu, annað hvort afturdrifinn eða fjórhjóladrifinn með 395 hestafla 5.7L HEMI V8 og 8 þrepa TorqueFlite sjálfskiptingu.

Bíllinn fer í sölu í Bandaríkjunum nú í maí og kostar frá 43.145 dollurum, um 5,3 milljónum króna.

DEILA Á