Räikkönen með besta tíma æfinganna til þessa

82

Räikkönen setti í dag besta tíma æfinganna til þessa og endaði því þennan næst síðasta dag æfinga á Catalunyua brautinni á toppnum

Tími Finnans, 1:22.765, var settur seint á morgunæfingunni á ultamjúkum dekkjum. Räikkönen var nærri hálfri sekúndu fljótari en Felipe Massa sem setti annan besta tímann. Tími Brassans var hins vegar settur á mjúkum dekkjum.

Nico Hülkenberg á Force India og Max Verstappen á Toro Rosso áttu báðir sprett á ultramjúku dekkjunum og náðu þriðja og fjórða besta tímanum í dag. Báðir voru iðnir við kolann en Hülkenberg ók 137 hringi og Verstappen 159.

Nico Rosberg á Mercedes var fimmti og enn setti liðið mjúkustu dekkin ekki undir bíl sinn. Tímann setti Rosberg á millimjúkum dekkjum.

Liðsfélagi Rosber, Lewis Hamilton, hafnaði í ellefta sæti en hann tók við akstrinum eftir hádegi. Hans besti tími var einnig settur á millimjúkum dekkjum.

Felipe Nasr á Sauber hafnaði í sjötta með Fernando Alonso á McLaren í áttunda en Alonso setti sinn besta tíma á ofurmjúkum dekkjum þrátt fyrir að hafa tekið sprett á ultramjúkum.

Pascal Wehrlein setti einnig ultramjúk dekk undir Manor bíl sinn og það skilaði honum áttunda besta tímanum, sæti ofan en Daniil Kvyat á Red Bull sem notaði mjúk dekk í dag.

Renault ökumaðurinn Jolyon Palmer náði loks að aka talsvert eftir skakkaföll í fyrstu umferð æfinga. Hann setti tíunda besta tímann í dag, 1:26.224, og ók alls 98 hringi.

Eftir vandræði síðustu tvo daga komst Haas liðið út á brautina í dag og ætluðu sér að ná því sem jafngildir helli keppni í dag. Það hafðist hvað varðar ekna hringi en Romain Grosjean ók alls 78 hringi en ekki gekk það áfalla laust þar sem stöðva varð æfinguna þrisvar vegna Frakkans.

Fyrst var það síðla morguns þegar hann skautaði út af í 4. beygju og þegar klukkutími var liðinn af síðdegisæfingunni endaði hann aftur í malarpitti við 1. beygju. Bíllinn slapp við hnjask í bæði skiptin en gafst loks upp þegar fimm mínútur lifðu æfingar.

Staða Ökumaður Lið Tími Hringir
1  K. Räikkönen  Ferrari 1:22.765 136
2  F. Massa  Williams 1:23.193 119
3  N. Hülkenberg  Force India 1:23.251 137
4  M. Verstappen  Toro Rosso 1:23.382 159
5  N. Rosberg  Mercedes 1:24.126 81
6  F. Nasr  Sauber 1:24.760 116
7  F. Alonso  McLaren 1:24.870 118
8  P. Wehrlein  Manor 1:24.913 48
9  D. Kvyat  Red Bull 1:25.141 121
10  J. Palmer  Renault 1:26.224 98
11  L. Hamilton  Mercedes 1:26.488 63
12  R. Grosjean  Haas 1:27.196 78