PSA hellir sér í raf- og tengitvinnbíla framleiðslu

161

Móðurfyrirtæki Peugeot, Citroën og DS, Groupe PSA mun kynna ellefu raf- og tengitvinnbíla 2019-21 og byggja þá á tveimur undirvögnum.

EMP2 undirvagn PSA hefur verið í notkun frá 2013 í Citroën C4 Picasso og Peugeot 208. Á þann undirvagn mun PSA byggja sjö tengitvinnbíla í C og D stærðarflokki sem koma á markað 2019-21. Jepplingar verða fjórhjóladrifnir með 110 hestafla rafmótor á afturási og 13 kWh rafhlöðu en turbo bensínvél með rafmótorsaðstoð á að sjá framhjólum fyrir afli. Hægt verður að aka fyrir rafmagni einu saman allt að 60 km. Hámarksafköst tengitvinnbíla með drif á einum öxli verður 247 hestöfl en fjórhjóladrifsbílar munu verða allt að 296 hestöfl.

PSA og kínverski bílaframleiðandinn Dongfeng hafa hannað nýjan e-CMP undirvagn út frá CMP undirvagni PSA og á grunni hans verða fjórir rafbílar í B og C stæðarflokkum smíðaðir. Sá fyrsti í röðinni kemur 2019 en þeir eiga allir að vera komnir á markað fyrir 2021 og hafa drægni allt að 450 km miðað við NEDC hringinn.

PSA vinnur nú að þróun hraðhleðslukerfis sem gerir rafbílum sínum kleift að taka hleðslu til 12 km aksturs á hverri mínútu sem hlaðið er auk þess sem franska fyrirtækið sér snertilausa hleðslupósta fyrir sér. Fyrsti rafbíllinn sem kynntur verður á að hafa 113 hestafla rafmótor og 50 kWh rafhlöðu.