Peugeot kynnir 3008 GT

436

Fyrr í vikunni birti Peugeot stríðnimynd á Twitter þar sem franski framleiðandinn boðaði frumsýningu nýs bíls sem nú hefur reynst vera GT og GT Line útgáfur 3008.

GT útgáfan tyllir sér á topp 3008 línunnar og fæst eingöngu með 180 hestafla 2.0L BlueHDi turbo diesel L4 vél. Við hana er EAT6 sex þrepa sjálfskipting. Enn hefur Peugeot ekki gefið út neinar eyðslutölur vélarinnar né heldur hve heldur hröðunartölur 3008 GT.

Auk vélarinnar fær GT sérstakar tveggja tóna 19″ Boston felgur og breið (235/50) dekk. Útlitsbreytingar eru þónokkrar en 3008 GT fær LED ljós, sérstakt köflótt grill, tvöfalt púst, breiðari brettakanta og tveggja tóna þak með vali um tveggja tóna lit á bílnum öllum. Þrír litir, Platinum grár, Amazonite grár og Metallic kopar eru í boði vilji kaupandi tveggja tóna bíl.

Að innan fær GT koparlitaðan ísaum á mælaborð og í hurðaspjöld auk armpúða, Alcantara áklæði að hluta með val um leðuráklæði á sætum, alvöru eikarinnlegg auk satín stálinnleggja, flatborna stýrishjól og þá er stafrænt mælaborðið koparlitað.

Í GT Line útfærslu fær bíllinn allt ofantalið fyrir utan 19″ felgurnar og breiðari brettakantanna en í staðin koma 18″ felgur. Tveggja tóna litur á bílinn er í boði líkt og á GT en þrír litir eru í boði við svartan. Vélaúrval GT Line er hið sama og í hefðbundnum 3008 utan 1.6L BlueHDi 100 S&S auk þess sem 2.0L vél 3008 GT er ekki í boði.

3008 verður frumsýndur á bílasýningunni í París í haust og fer í sölu í Evrópu strax í kjölfarið.

DEILA Á