Peugeot 3008 fæst sem tengitvinnbíll frá 2019

250

Nýr 3008 jepplingur Peugeot mun leiða framtíðaráform franska framleiðandans í rafbílaframleiðslu en fjórhjóladrifin tengitvinnútgáfa 3008 kemur á markað 2019.

Skömmu síðar munu 208 og 2008 bjóðast sem rafbílar og stærri bílar Peugeot munu svo fylgja í kjölfarið að því er Autocar greinir frá.

Við munum markaðssetja rafútgáfur minni bíla okkar á borð við 208 og 2008. Minni bílarnir verða í boði sem rafbílar en stærri sem tengitvinnbílar.

sagði Maxime Picat, forstjóri Peugeot, við kynningu nýs 3008.

Groupe PSA, móðurfyrirtæki Peugeot, kynnti nýverið „Push to pass“ áætlun sína sem gerir ráð fyrir örum vexti merkja samsteypunnar. Liður í þeim vexti eru sjö tengitvinnbílar og fjórir rafbílar fyrir 2021.

Tengitvinnútgáfa 3008 fær rafmótor á afturás sem gerir bílinn þar með fjórhjóladrifinn en bensínvél knýr framás. Rafdrægni bílsins verður um 50 km.

DEILA Á