Ók Lamborghini upp á jökul

187

Sænski skíðamaðurinn og bílasafnarinn Jon Olsson er bílaáhugamaður af lífi og sál. Hann langaði að sameina starfið og áhugamálið og datt það snjallræði í hug að aka Lamborghini Murciélago LP640 upp skíðabrekku í Folgefonna jöklinum í Hardanger í Noregi.

Eftir að hafa gert nokkrar tilraunir til að aka afturdrifnum 6.5L V12 Murciélago-inum upp skíðabraut á Fonna skíðasvæðinu gafst hann upp beið betra færis en lélegt færi gerði 640 hestafla afturdrifsbílnum það ómögulegt að komast upp þrátt fyrir gríðarlegt afl og rígnegld dekk með 16 mm nöglum.

Á endanum tókst Olsson þó að komast upp jökulinn þegar færið skánaði og varð raunar það gott að hann gat sett upp svigbraut og leikið sér á leiðinni upp jökulinn.

Hér að neðan má sjá aðdragandann og tilraunirnar sem mistókust.

DEILA Á