Nýr sportjeppi Skoda fær nafnið Kodiaq

285

Nýr sportjeppi Skoda fær nafnið Kodiaq sem vísar til Kodiak bjarna sem lifa á samnefndri eyju út af suðurströnd Alaska. Rithátturinn er fenginn úr tungu Alutiig fólksins sem þar býr.

Á Kodiak eyju búa um 14.000 manns og 3.500 birnir. Á máli Alutiig fólksins heitir björninn Taq uka ‘aq en heiti dýra enda alltaf á Q í málinu. Skoda greip ritháttinn á lofti til að veita nafni nýs sportjeppa síns sérstöðu og einnig til að votta frumbyggjunum virðingu sína.

Skoda fannst við hæfi að nefna sportjeppa sinn eftir birninum þar sem stærð, styrkur og geta í náttúrunni eru sameiginlegir eiginleika bílsins og bjarnanna að sögn Skoda. Enn fremur eru Kodiak birnir ólíkir mörgum öðrum bjarnategundum þar sem fjölskyldu- og félagslíf eru í hávegum höfð hjá tegundinni sem myndar tengsl milli einstaklinga, deilir reynslu sinni og leikur sér saman. Enn fremur kenna birnirnir hver öðrum „simply clever“ brögð og tækni sína.

Sportjeppinn, sem hingað til hefur borið nafnið Vision S, verður frumsýndur í endanlegri útgáfu á seinni helmingi ársins, trúlega á bílasýningunni í París í október, og kemur svo á markað snemma árs 2017.

Sjá einnig: Skoda birtir myndir af Vision S hugmyndabílnum

DEILA Á