Nýr Polestar pakki skerpir Volvo S90 og V90

102

Volvo S90 og V90 fást nú með Polestar Performance Optimisation pakka sem uppfærir aflrás bílanna og skerpir aksturseiginleika þeirra.

S90 og V90 eru nýjustu bílar Volvo sem byggðir eru á SPA arkitektúr sænska framleiðandans en hann er einnig notaður í 60 seríu Volvo. Sambærilegur Polestar pakki hefur fengist í XC90 síðan í fyrra og nú er hann kominn í hina bíla flaggskipsseríunnar.

Polestar pakkinn bætir svörun inngjafar, hraða og nákvæmni gírskiptinga auk þess að auka vélarafl. Volvo lætur ósagt hve miklu afli pakkinn bætir við en fyrst um sinn fæst hann aðeins með 2.0L D5 dieselvélinni en fyrir er hún 232 hestöfl og togar 480 Nm. Samskonar Polestar pakki mun fást fyrir 316 hestafla T6 bensínvélina frá og með október.

Polestar er kappaksturs- og breytingadeild Volvo en sænski framleiðandinn ætlar deildinni stóra hluti í framleiðslu sinni. S60 og V60 Polestar útgáfur hafa þegar verið kynntar og Polestar vinnur nú að 600 hestafla útgáfum S90 og V90.

DEILA Á