Nýr borgarbílaflokkur í Heimsbíl ársins

56

Nú þegar rúmlega helmingur jarðarbúa býr í borgum og bæjum þótti forsvarsmönnum Heimsbílsverðlaunanna tímabært að kynna nýjan borgarbílaflokk til sögunnar.

Strax á næsta ári verða verðlaunin „Borgarheimsbíll ársins“ veitt þeim bíl sem þykir skara framúr til borgaraksturs. Allir bílar sem eru einn til fjórir metrar að lengd koma til greina og þurfa að uppfylla öryggis-, hljóð- og útblástursmengunarviðmið dómnefndar auk þess að vera vegfarendavænir, þægilegir, hagstæðir og nytsamlegir.

Nýji flokkurinn mun gefa dómnefndinni tækifæri til að meta og kjósa smærri bíla sem eru að verða mun veigameiri á heimsvísu og eiga hljómgrunn hjá milljónum ökumanna í heiminum. Það var kominn tími á þessi verðlaun.

sagði Peter Lyon, formaður Heimbíls ársins.

Borgarbíll árins verður sjötti flokkurinn sem veitt verða verðlaun í en fyrir eru heimsbíll ársins, lúxusbíll ársins, sportbíll ársins, grænn bíll ársins og hönnunarverðlaun ársins.

Mazda MX-5 kom, sá og sigraði þegar hann hreppti bæði Heimsbíl ársins 2016 og hönnunarverðlaun ársins.

DEILA Á