Ný útlit Ford Focus keppnisbíla Hoonigan Racing

312

Hoonigan Racing keppnisliðið sem Ken Block og Andreas Bakkerud keppa fyrir í World Rallycross Championship er þekkt fyrir skrautlegt útlit bíla sinna. Liðið hefur nú kynnt útlit Ford Focus RS RX bílanna sem liðið mun keppa á í 2016 mótaröðinni.

Útlitið er sköpunarverk graffítílistamannsins Felipe Pantone auk Block og Hoonigan. Aldrei áður hefur liðið leitað liðsinnis utanaðkomandi listamanns við hönnun útlits bíla sinna en Pantone hannaði útlit bílanna á átta dögum. Útfærslur hönnunarinnar eru tvær, ein fyrir hvorn ökumann. Hönnunin nær einnig til ökumannsgalla Block og Bakkerud auk ýmisskonar varnings sem liðið selur.

Block og Bakkerud mæta til keppni á 600 hestafla og 900 Nm bílunum á morgun, sunnudag, í fyrstu umferð World Rallycross Championship sem fram fer í Montelegre í Portúgal.