Ný netþáttaröð Ford skoðar bestu akstursvegi Evrópu

154

Ford hefur framleitt nýja sex þátta netþáttaröð þar sem blaðamaðurinn Steve Sutcliffe skoðar bestu akstursvegi Evrópu. Í hverjum þætti verður Sutcliffe á nýjum vegi á nýjum Ford.

Vegirnir fá einkunn fyrir skemmtun, veggæði, aðgengi, gestrisni, landslag og úrval matar og drykkja. Vegir í Englandi, Þýskalandi, Frakklandi og á Spáni verða eknir í þáttaröðinni en í fyrsta þætti ekur Sutcliffe um Transfăgărășan fjallaskarðið í Rúmeníu á Ford Mustang GT með 420 hestafla 5.0L V8 sem togar 530 Nm.

Vegurinn um Transfăgărășan fjallaskarðið var lagður 1970-74 í tíð einræðisherrans Nicolae Ceaușescu eftir innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu. Ceaușescu vildi tryggja hernum snögga leið til yfir Karpatafjöll ef til innrásar í Rúmeníu kæmi. Herinn sá að mestu um framkvæmdina sem kostaði gríðarlega fjármuni. Opinberar tölur segja að 40 hafi látið lífið við veglagninguna en talið er að rétt tala telji hundruði mannslífa. Um 6.000 tonn af dínamíti fóru í framkvæmndina en vegurinn liggur hæst í yfir 2.000 metra hæð og er lokaður frá október fram í maí vegna snjóa.

Vegurinn var opnaður 1974 en framkvæmdum lauk ekki fyrr en 1980. Það er margt að sjá á leiðinni, sem alls telur um 120 km. Ekið er framhjá 14. aldar klaustri sem reist var úr efni sem flutt var frá Konstantínópel. 20 km norðar er komið að kastala Vlad Dracul, hertogans af Vallakíu og föður Vlad Dracula sem frægur var fyrir að stjaksetja andstæðinga sína auk þess að veita Bram Stoker innblástur fyrir sögu sína um vampíruna Dracula. Hin 166 m háa og 305 m langa Vidraru vatnsaflsvirkjun er einnig á leiðinni.

Transfăgărășan fjallaskarðinu gaf Sutcliffe 10/10 fyrir skemmtun, 9/10 fyrir veggæði, 6/10 fyrir aðgengi, 9/10 fyrir gestrisni, 10/10 fyrir landslag og 7/10 fyrir mat og drykk.

DEILA Á