Ný Borla pústkerfi láta Camaro SS hljóma guðdómlega

217

Pústframleiðandinn Borla Performance er að setja ný pústkerfi á markað sem eru sérhönnuð fyrir sjöttu kynslóð Camaro SS og gefa dýpra hljóð frá 6.2L LT1 V8 vélinni sem er hreinlega guðdómlegt.

2,75″ kerfin eru laus við suð (e. drone) og nýta ventlatækni Borla og má fá á bíla með eða án Dual Mode pústi Chevrolet en það breytir hljóði pústkerfisins eftir því hvaða akstursstilling er valin.

Eitt af markmiðum Borla var að skaffa eigendum Camaro SS mismunandi val um hljóð. Því eru þrjú kerfi í boði þar sem ATAK er hljóðmesta götulöglega kerfi sem Borla hefur sett á markað. Touring er á hinum skalanum en S-Type þar á milli og gefur flott hljóð við gjöf.

DEILA Á